Bolludagarnir búnir

Ég byrjaði nýtt ár með því að setja mér markmið og áramótaheit. 

Markmiðið: Tveggjastafa tala fyrir afmælið mitt. 

Áramótaheit: Hreyfa mig 6 sinnum í viku og taka mataræði mitt í gegn. Markmiðið og áramótaheitið helst vel í hendur. Ég hef sjaldan verið eins grjóthörð á því að nú er komið að því að ég geri eitthvað í mínum málum. Ég er orðin hundleið á því að vera ofstór, ofstór fyrir mig, fyrir aðra og fyrir samfélagið. Ég er þó aldrei að gera þetta fyrir aðra ég er einungis að þessu fyrir mig. 

 

Að vera með MS og drómasýki í 100% starfi og ætla að taka líkamann í gegn er ekki eins auðvelt og að segja það. Þú getur kannski ímyndað þér að þú værir að fara í átak en værir alla daga pínu "hangover". Það er ekki alveg besta stemmingin til að taka á því á æfingu þegar þú ert þreyttur, líkaminn pínu dofinn og hausinn líka frekar dofinn. Þetta krafðist því góðs skipulags. Ég ræddi við yfirmenn mína s.l. vetur og bað um að ég fengi tækifæri til þess að setja heilsuna mína í fyrsta sæti og svo vinnuna. Ég hef alltaf sett vinnuna fyrst og svo farið í ræktina en það hefur bara ekki alveg verið að virka. Ég er þó kominn með ágætis skipulag núna. Suma morgna vakna ég kl. 5 og er mætt á æfingu kl. 6 og fer svo aftur heim og legg mig (drómasýkinn veldur því). Ég vakna svo aftur klst. síðar og fer í vinnuna. Ég skil vel að þetta hljómar fáránlega fyrir venjulegan einstakling en svona virkar þetta fínt fyrir mig. 

 

Svo núna er það ræktin tvisvar, zumba þrisvar og pilates 1 sinni í viku. Það er yndislegt að tilfinningin að ég verð að hreyfa mig er kominn og í þetta skiptið á hún að haldast. Engin hræðsla við MS köst, rétt forgansröðun og vonandi fara kílóin að fjúka. Er kominn með 10 kg. en verð að halda áfram að hrissta þetta af mér. 

 

Áfram ég!!! 

Kv. Inga Lóa verðandi mjóa :) 


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Sæl og blessuð, gangi þér vel og haltu þig við markmiðin.

Þetta er vissulega ekki auðvelt og sérstaklega ef þú átt við sjúmdóm að etja. Átti gott samtal við samstarfskonu mína kvöld og við vorum sammðála um að ungt fólk í dag væri ekki á réttu fæði, og þess vegna færi það í yfirvigt.

Við sem eldri erum, fengum aðallega fisk og kartöflur í matinn dags daglega, og lambalæri eða kótelettur um helgar. Ekki var mikið um sælgætisát, og heldur ekki brauðát í óhófi. Þessi eldri kynslóð einkennist ekki af mjög mörgum aukakílóum. Nema þeir sem kannski detta í bjórinn eða gotteríið á gamalsaldri!

En við samstarfskonan erum sammála um að mataræði ungs fólks í dag, eigi þátt í því að yfirvigtin taki völdin. Sökudólgurinn er allt sem er úr hvítu hveiti: pizzur, brauðstangir, núðluréttir, lasagna og skyldir réttir.

Enda er það þekkt fyrirbæri, t.d. á Ítalíu, að konur þar fitna verulega eftir þrígugsaldurinn.

Ef þú getur tekið salt og hvítt hveiti, sem og sælgæti og gosdrykki úr þínu mataræði að mestu, þá getur þú náð árangri.

Endilega láttu heyra í þér hér á blogginu um hvernig þér gengur. Ef þér gengur vel gæti það virkað jákvætt á aðra lesendur sem þurfa að takast á við sitt!

Ingibjörg Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 21.1.2015 kl. 00:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband