Bolludagarnir búnir

Ég byrjaði nýtt ár með því að setja mér markmið og áramótaheit. 

Markmiðið: Tveggjastafa tala fyrir afmælið mitt. 

Áramótaheit: Hreyfa mig 6 sinnum í viku og taka mataræði mitt í gegn. Markmiðið og áramótaheitið helst vel í hendur. Ég hef sjaldan verið eins grjóthörð á því að nú er komið að því að ég geri eitthvað í mínum málum. Ég er orðin hundleið á því að vera ofstór, ofstór fyrir mig, fyrir aðra og fyrir samfélagið. Ég er þó aldrei að gera þetta fyrir aðra ég er einungis að þessu fyrir mig. 

 

Að vera með MS og drómasýki í 100% starfi og ætla að taka líkamann í gegn er ekki eins auðvelt og að segja það. Þú getur kannski ímyndað þér að þú værir að fara í átak en værir alla daga pínu "hangover". Það er ekki alveg besta stemmingin til að taka á því á æfingu þegar þú ert þreyttur, líkaminn pínu dofinn og hausinn líka frekar dofinn. Þetta krafðist því góðs skipulags. Ég ræddi við yfirmenn mína s.l. vetur og bað um að ég fengi tækifæri til þess að setja heilsuna mína í fyrsta sæti og svo vinnuna. Ég hef alltaf sett vinnuna fyrst og svo farið í ræktina en það hefur bara ekki alveg verið að virka. Ég er þó kominn með ágætis skipulag núna. Suma morgna vakna ég kl. 5 og er mætt á æfingu kl. 6 og fer svo aftur heim og legg mig (drómasýkinn veldur því). Ég vakna svo aftur klst. síðar og fer í vinnuna. Ég skil vel að þetta hljómar fáránlega fyrir venjulegan einstakling en svona virkar þetta fínt fyrir mig. 

 

Svo núna er það ræktin tvisvar, zumba þrisvar og pilates 1 sinni í viku. Það er yndislegt að tilfinningin að ég verð að hreyfa mig er kominn og í þetta skiptið á hún að haldast. Engin hræðsla við MS köst, rétt forgansröðun og vonandi fara kílóin að fjúka. Er kominn með 10 kg. en verð að halda áfram að hrissta þetta af mér. 

 

Áfram ég!!! 

Kv. Inga Lóa verðandi mjóa :) 


Rasista orðið andlitslitaður

Heil og sæl kæru lesendur nær og fjær. 

 

Ég er í dag bæði menntaður og starfandi myndmenntakennari. Það hefur oftar en einu sinni sprottið upp sú umræða meðal minna nemenda um orðið "andlitslitaður". Í dag er íslenskt samfélag orðið aþjóðasamfélag með íbúa sem koma víðsvegar að úr heiminum. Það var því niðurstaðan eftir góðar umræður að við þyrftum að taka upp nýyrði yfir andlitslitaðan. Ef að öll andlit og þeirra litir myndu heita bara andlitslitaður þá væri brúnn, gulur, hvítur, svartur, rauður og bleikur litir sem við myndum kalla andlitslitur" - þetta er alveg dagsatt og hversu ruglandi væri það nú ef allir litir hétu það sama. ,, Viltu rétta mér andlitslitaðan?" ,, Nei ekki þennan heldu hinn, nei hinn, nei hinn, já einmitt þennan.

Því andlit eru jú margskonar, bæði í lögun og lit. Þegar þessi umræða spratt upp fór ég að hugsa hvernig ætli sé að vera Íslendingur með dökka húð sem tónar út í brúnann og heyra þetta orð andlitslitaður. Ég hugsa að ég sendi póst til þeirra sem sjá um þáttin orðbragð og biðji þau um að taka þetta fyrir. Það væri gaman að heyra uppástungur ykkar. Hvað gæti andlitslitaður kallast annað?

 

Það er skemmtilegt og ángæjulegt að heyra unga krakka tala af áhuga um þættina orðbragð. Þessi þáttur var orðin tímabær og flott hjá stjórnendum þáttana að ná til svona breiðs hóps. Þetta er rætt af ungum sem öldruðum. Það er að sjálfsögðu ánægjulegt hversu góð tök á ensku ungafólkið er að ná en á hinn bóginn er það enn þá sorglegra þegar þau eiga erfitt með að nota sitt tungumál til að útkýra eða segja frá. Við eigum svo fallegt tungumál sem er bæði orðið gamallt og talað af fáum í heiminum. Ég vona að fleiri hlutir eins og þættirnir orðbragð fari að koma á markað. 

Á íslensku má alltaf finna svar
og orða stórt og smátt sem er og var,
og hún á orð sem geyma gleði´ og sorg,
um gamalt líf og nýtt í sveit og borg.

Á vörum okkar verður tungan þjál,
þar vex og grær og dafnar okkar mál.
Að gæta hennar gildir hér og nú,
það gerir enginn - nema ég og þú.

 

 

 


Fyrsta bloggið mitt á nýrri síðu

Heil og sæl öll

 

Það var tíska fyrir 10 árum síðan að halda úti bloggsíðu og auðvitað tók ég þátt í því. Mér þótti þetta ákaflega skemmtilegt að fá þarna séns á að segja mínar vangaveltur og upplifanir. Ég hélt þetta þó ekki út en þykir þó gaman að skoða gömlu færslurnar mínar. Þetta er einskonar nútíma útgáfa af dagbókinni góðu. 

 

Fyrsta færslan mín verður að þessu sinni því stutt en ég hlakka til að byrja þetta af fullum krafti. 

 

Yfir og út gamla Kópavogslufsan, Ingibjörg Ólafía

a.k.a Inga Lóa

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband